Innlent

Hand­tekinn vegna sprengju­hótunar í Reykja­nes­bæ

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum handtók karlmann við komuna til landsins í gær. Hann er grunaður um að hafa sent sprengjuhótanir á nokkra staði í Reykjanesbæ í síðustu viku.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók karlmann við komuna til landsins í gær. Hann er grunaður um að hafa sent sprengjuhótanir á nokkra staði í Reykjanesbæ í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær við komuna til landsins. Hann er grunaður um að standa að baki sprengjuhótunar sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í síðustu viku. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Lögreglustjóri segir manninn eiga langan sakaferil að baki.

Í samtali við Vísi staðfesti Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum að karlmaður hafi verið handtekinn í gær þegar hann kom til landsins. Gunnar vildi ekki gefa upp hvaðan maðurinn var að koma en sagði hann vera af erlendu bergi brotinn en hafi verið búsettur hér á landi um tíma. 

Aðspurður sagði Gunnar að maðurinn væri með nokkuð langan sakaferil að baki. 

Sprengjuhótuninni var meðal annars beint að ráðhúsi ReykjanesbæjarVÍSIR/ÞORGILS

Maðurinn er grunaður um að hafa sent sprengjuhótanir á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ.  Hótunin var send í tölvupósti og segir Gunnar að tæknideild lögreglunnar hafi verið fljót að rekja hana til mannsins. Komið hefur fram að lögreglan taldi allt frá upphafi sprengjuhótunina mjög ótrúverðug. 

 Það skýrist í dag hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum.


Tengdar fréttir

Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla

Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum.

Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla

Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×