Erlent

Danskir þing­menn beðnir um að hætta á TikTok

Bjarki Sigurðsson skrifar
Danska þingið er með aðsetur í Christiansborg-höllinni.
Danska þingið er með aðsetur í Christiansborg-höllinni. Getty/Ole Jensen

Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið.

Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Ákvörðun þingsins kemur í kjölfar þess að Netöryggismiðstöð Danmerkur mældi gegn því að opinberir starfsmenn notuðu forritið. 

Samfélagsmiðlinn TikTok er í eigu kínverska fyrirtækisins Bytedance sem sagt er koma upplýsingum um notendur forritsins áfram til kínverska ríkisins. 

Danir eru ekki fyrsta þjóðin til að mæla gegn notkun miðilsins, bandarískir ríkisstarfsmenn fengu í gær þrjátíu daga frest til þess að eyða forritinu úr síðum sínum. Þá hefur þingmönnum Evrópuþingsins verið bannað að nota það. 


Tengdar fréttir

Vilja banna ríkis­starfs­mönnum að nota Tiktok

Bandarískum alríkisstarfsmönnum verður bannað að nota kínverska samfélagsmiðilinn Tiktok á tækjum í eigum ríkisins verði frumvarp að um útgjöld ríkisins að lögum í óbreyttri mynd. Þarlend yfirvöld telja forritið geta ógnað þjóðaröryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×