Lífið

Selja glæsi­í­búð með guð­dóm­legu út­sýni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eignin er á besta stað og er afar björt og falleg.
Eignin er á besta stað og er afar björt og falleg. Fasteignaljósmyndun

Þórður Magnússon stjórnarformaður Eyris Invest, Eyris Sprota og Eyris Ventures og Marta María Oddsdóttir eiginkona hans hafa sett glæsilega hæð sína á Ægisíðu í Reykjavík á sölu.

Íbúðin er tæpir 200 fermetrar auk bílskúrs og samanlagt 234 fermetrar. Um er að ræða efri hæð og ris í tvíbýlishúsi. Húsið er frá árinu 1953 og teiknað af Gunnari Ólafssyni arkitekt. Íbúðin er að miklu leyti endurnýjuð og sá Rut Káradóttir arkitekt um hönnunina.

Hjónin eru Vesturbæingar í húð og hár eins og synir þeirra þrír sem allir búa í Vesturbænum. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og Jón Gunnar Þórðarson, leik- og framkvæmdastjóri.

„Nú ætla pabbi og mamma að flytja sig um set í Vesturbænum og því er fallega íbúðin þeirra á Ægisíðu komin á sölu. Endalausar góðar minningar. Og nú gefst einhverju góðu fólki tækifæri til að eignast eina fallegustu íbúð bæjarins,“ segir Magnús Geir á Facebook.

„Útsýnið frá Ægisíðunni er guðdómlegt,“ segir Jón Gunnar um sömu eign.

Nánar má lesa um eignina hér á fasteignavef Vísis.

Húsið er afar fallegt utan frá og ekki skemma norðurljósin fyrir. Fasteignaljósmyndun

Útsýnið er með því besta sem finnst á höfuðborgarsvæðinu.Fasteignaljósmyndun

Handriðið á stiganum upp á rishæðina er frá árinu 1953.Fasteignaljósmyndun

Baðherbergið er afar stílhreint.Fasteignaljósmyndun

Stofan er mjög björt enda nóg af gluggum. Fasteignaljósmyndun

Arinstofan.Fasteignaljósmyndun

Svefnherbergi með svölum.Fasteignaljósmyndun

Stór skrifstofa.Fasteignaljósmyndun

Íbúðin er hönnuð að innan af Rut Káradóttur.Fasteignaljósmyndun

Um er að ræða efri hæð hússins og rishæð. Fasteignaljósmyndun

Björt og falleg setustofa með dásamlegu útsýni. Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×