Dort­mund og Ben­fi­ca með frum­kvæðið fyrir seinni leikina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jude Bellingham og Emre Can fagna í leiknum í kvöld.
Jude Bellingham og Emre Can fagna í leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Borussia Dortmund vann 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Seinni leikurinn fer fram á Stamford Bridge eftir þrjár vikur.

Chelsea var sterkara liðið í fyrri hálfleik og skoruðu mark sem dæmt var af vegna hendi á Thiago Silva. Staðan í hálfleik var 0-0 en á 63.mínútu skoraði hinn ungi Karim Adeyemi og kom Dortmund í 1-0 þegar hann stakk Enzo Fernandez af og fór framhjá Kepa Arrizabalaga í markinu áður en hann skoraði.

Chelsea reyndi hvað það gat að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Dortmund fagnaði 1-0 sigri og fer með það forskot í síðari leikinn sem verður spilaður á Stamford Bridge þriðjudaginn 7.mars.

Benfica í góðri stöðu

Í Belgíu tók Club Brugge á móti Benfica í hinum leik kvöldsins.

Belgarnir komu mörgum á óvart í riðlakeppninni og tryggðu sér áfram úr sínum riðli en skildu lið Bayer Leverkusen og Atletico Madrid eftir með sárt ennið.

Belgarnir lentu þó í vandræðum í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Joao Mario úr víti fyrir Benfica á 51.mínútu og David Neres tvöfaldaði forystuna þegar hann skoraði gríðarlega mikilvægt mark tveimur mínútum fyrir leikslok.

Benfica fer því með 2-0 stöðu í síðari leikinn á heimavelli og það gæti reynst þrautin þyngri fyrir belgíska liðið að vinna þann mun upp.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira