Sport

Baðst afsökunar á heimsku sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Quay Walker hleypur af velli eftir að hafa verið sendur snemma í sturtu.
Quay Walker hleypur af velli eftir að hafa verið sendur snemma í sturtu. AP/Matt Ludtke

Green Bay Packers missti af úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir óvænt tap á heimavelli á móti Detroit Lions í lokaumferðinni en tímabil eins leikmanns liðsins endaði þó nokkru fyrr.

Nýliðinn Quay Walker var rekinn í sturtu í leiknum á móti Detroit fyrir að hrinda starfsmanni úr læknaliði Ljónanna.

Walker er 22 ára, 193 sentimetra og 109 kílóa leikmaður í varnarlínu Packers-liðsins. Hann var valinn númer 22 í fyrstu umferð síðasta nýliðavals.

Walker sér mikið eftir öllu saman og baðst afsökunar á samfélagsmiðlum.

„Ég vil biðjast afsökunar á því sem gerðist á sunnudagskvöldið. Ég lét tilfinningarnar mínar hlaupa með mig í gönur og tek fulla ábyrgð á því að hafa tekið þessa heimsku ákvörðun,“ skrifaði Quay Walker.

„Eftir á spurði ég sjálfan mig af hverju ég gerði það sem ég gerði þegar sjúkraþjálfarinn var bara að vinna vinnuna sína. Ég hafði rangt fyrir mér,“ skrifaði Walker.

„Ég geri mér grein fyrir því að ég get búist við afleiðingum af ákvörðun minni og hún er þegar farin að kosta mig,“ skrifaði Walker.

Þetta var í annað skiptið í vetur sem Quay Walker er rekinn af velli. Hann sló líka til starfsmann Buffalo Bills fyrr í vetur. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem leikmaður í NFL fær tvo brottbrottrekstra á sömu leiktíð.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá fór hann grátandi af velli mjög ósáttur með sjálfsn sig.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×