Fótbolti

Roberto Martinez tekur við portúgalska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Martinez hélt tryggð við Eden Hazard hjá belgíska landsliðinu en hvað gerir hann með Cristiano Ronaldo?
Roberto Martinez hélt tryggð við Eden Hazard hjá belgíska landsliðinu en hvað gerir hann með Cristiano Ronaldo? Getty/Joosep Martinson

Roberto Martinez, fyrrum þjálfari Belga, er tekinn við sem þjálfari portúgalska landsliðsins. Portúgalska sambandið staðfesti þetta á sínum miðlum.

Hinn 49 ára gamli Spánverji var því ekki lengi atvinnulaus eftir að hann hætti með belgíska landsliðið eftir heimsmeistaramótið í desember.

Það verður því undir Martinez komið að ákveða framtíð Cristiano Ronaldo í landsliðstreyjunni.

Martinez tekur við starfi Fernando Santos sem hætti með portúgalska landsliðið eftir að það datt óvænt út á móti Marokkó í átta liða úrslitum HM í Katar. Hann hafði áður hent Ronaldo út úr byrjunarliðinu.

Áður en Martinez gerðist landsliðsþjálfari Belga árið 2016 þá hafði hann stýrt ensku liðunum Everton og Wigan.

Martinez var með landslið Belga í sex ár og kom því meðal annars upp í efsta sæti FIFA-listans og í þriðja sæti á HM í Rússlandi 2018. Belgar unnu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×