Innlent

Skyggni orðið afar slæmt

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Komumst heil heim, segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum.
Komumst heil heim, segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum

Færð er tekin að spillast til muna á Suðurnesjum. Skyggni á Sandgerðis- og Garðskagavegi er afar slæmt og ökumenn eru beðnir um að fara um með mikilli aðgát.

Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi og spáð er töluverðri snjókomu með tíu til átján metrum á sekúndu fram eftir kvöldi.

Lögreglan á Suðurnesjum biður fólk um að fara varlega: „Það væri afskaplega gott að geta gefið björgunarsveitum smá frí svona akkúrat yfir hátíðarnar.“


Tengdar fréttir

Í­búar í Höfnum inni­lokaðir í fleiri sólar­hringa

Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl.

Hálku­blettir víða og færð tekin að spillast

Hálkublettir eru víða á vegum og færð er tekin að spillast á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Töluverðri ofankomu er spáð á Suðurlandi og Suðausturlandi í dag og getur orðið þungfært á skömmum tíma. Veðurfræðingur hvetur fólk til að fylgjast vel með færðinni.

Gæti orðið mjög þung­fært á skömmum tíma

Töluverð snjókoma er í kortunum víðsvegar á landinu í nótt og á morgun. Mesta ofankoman verður líklega á vesturhluta Suðurlands og leiðindaveður verður á Vestfjörðum ef spáin gengur eftir. Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með enda geti orðið þungfært á skömmum tíma. Vegagerðin og borgaryfirvöld eru í viðbragðsstöðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×