Innlent

Miklar tafir hjá Strætó vegna ófærðar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Vísi barst mynd af gallhörðum golfara að bíða eftir Strætó í morgun á Suðurgötu. Sá hefur að öllum líkindum spilað innandyra í dag.
Vísi barst mynd af gallhörðum golfara að bíða eftir Strætó í morgun á Suðurgötu. Sá hefur að öllum líkindum spilað innandyra í dag. aðsend

Miklar tafir eru á ferðum strætisvagna í úthverfum borgarinnar vegna ófærðar. Viðskiptavinir eru beðnir að fylgjast með rauntímakortinu og heimasíðu Strætó til að sjá stöðuna á vögnum og leiðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóhannesi Svavari Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó. Bætir hann við að samkvæmt snjómokstursaðilum sé gert ráð fyrir að ástandið batni upp úr miðjum degi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×