Sport

Anton Sveinn tíundi besti í heimi í sinni bestu grein

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn McKee var ekki langt frá því að komast í úrslitin.
Anton Sveinn McKee var ekki langt frá því að komast í úrslitin. Vísir/Vilhelm

Anton Sveinn McKee var nálægt því að komast í úrslit á heimsmeistaramótinu i 25 metra laug þegar hann sinnti í sinni bestu grein í nótt.

Anton Sveinn endaði í tíunda sæti í undanrásum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:04,99 mín. en Íslandsmet hans er 2:01.65 mín. og því var hann meira en þremur sekúndum frá því.

Það er eingöngu keppt í átta manna úrslitum á HM25 í tvö hundruð metra greinunum og því var ekki keppt í sextán manna undanúrslitum eins og á HM50, EM50 og EM25.

Til að komast inn í úrslit hefði þurft að synda á 2:04,37 mín. og það munaði því sáralitlu á því að Anton færi áfram.

Anton Sveinn verður því ekki í úrslitariðlinum nema að einhver segi sig úr en Anton er annar varamaður inn í úrslit.

Antoni syndir sína síðustu grein á mótinu, 50 metra bringusund aðfaranótt laugardags en þá keppir Snæfríður Sól einnig í 200 metra skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×