Erlent

Tveir látnir eftir að ís brotnaði undan vél­sleðum í Noregi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Møsvatni í Noregi.
Atvikið átti sér stað á Møsvatni í Noregi. Getty

Tveir eru látnir eftir að ís Møsvatns í Noregi brotnaði undan tveimur vélsleðum. Er viðbragðsaðilar mættu á staðin voru einstaklingarnir nú þegar látnir. 

Lögreglan í suðausturhluta Noregs greinir frá þessu á Twitter síðu sinni. 

Viðbragðsaðilar mættu á staðinn með þyrlu og björgunarbáta en náðu ekki að koma sér á staðinn í tæka tíð. Lögreglan segir að um sé að ræða hörmulegt slys. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×