Innlent

Bíl­slys á Hnífs­dals­vegi: Allir úr lífs­hættu

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Allir úr slysinu í gærkvöldi eru úr lífshættu en enn inniliggjandi
Allir úr slysinu í gærkvöldi eru úr lífshættu en enn inniliggjandi Vísir/Vilhelm

Viðbragðsaðilar sem tókust saman á við umferðarslysið sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi komu saman í dag á rýnifundi.

Tveggja bíla árekstur varð með fimm manns innanborðs í gærkvöldi. Allir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði en þrír síðar með sjúkravélum til Reykjavíkur.

Í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar á Vestfjörðum kemur fram að allir séu úr lífshættu, en eru enn inniliggjandi. Tveir eru á Ísafirði en þrír í Reykjavík.

Kalla eftir fleiri æfingum

Á sjötta tug manns mættu á rýnifundinn þar sem farið var yfir aðgerðirnar í gær. Allir voru sammála um að verkefnið hafi verið vel unnið og að vel hafi til tekist.

Samhljómur var um að æfingar skiptu sköpum við fagleg vinnubrögð og samhæfingu. Þá var kallað var eftir fleiri æfingum við hópslysum á misjöfnum stöðum í umdæminu.

Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn og aðgerðastjórnandi hrósaði öllum viðbragðsaðilum og þakkaði þeim fyrir faglega unnið verk. „Traustvekjandi að vita af þessum samtakamætti margra eininga.“


Tengdar fréttir

Fimm slösuðust í á­rekstri á Hnífs­dals­vegi

Tveggja bíla árekstur varð á Hnífsdalsvegi fyrr í kvöld. Fimm eru slasaðir og komu inn á sjúkrahús á Ísafirði. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð. Tvær flugvélar fluttu þrjá af þeim slösuðu suður. Enginn er sagður látinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×