Innlent

Bíll lenti í aur­skriðu á Greni­víkur­vegi

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin er tekin klukkan 5:53 í morgun.
Myndin er tekin klukkan 5:53 í morgun. Vegagerðin

Aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun.

Bíll var á veginum þegar skriðan féll og lenti hann í henni miðri og endaði utan vegar.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að í bílnum hafi verið ökumaður, auk tveggja farþega. Engan þeirra mun þó hafa sakað en það var ökumaður sem tilkynnti um skriðuna. Búið er að flytja fólkið til Akureyrar. 

„Það er erfitt að meta umfang skriðunnar í myrkrinu en við fyrstu sýn áætluðu lögreglumenn að hún gæti náð yfir 50-70 metra kafla á veginum og gæti verið allt að meters þykk.“

Upplýsingar um skriðuna bárust klukkan 5:43, en hjáleið er nú um Dalsmynni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×