Viðskipti innlent

Innkalla sólblómafræ vegna skordýra

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Krónan hefur innkallað sólblómafræ frá Grön Balance.
Krónan hefur innkallað sólblómafræ frá Grön Balance. Krónan

Krónan hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes kallað inn sólblómafræ frá Grön Balance. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að ástæða innköllunarinnar sé sú að skordýr hafi fundist í vörunni.

Í tilkynningunni kemur fram að tiltekin vöruframleiðsla hafi verið tekin úr umferð og framleiðanda gert viðvart. Hann fari nú yfir sína ferla.

„Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna í verslunum Krónunnar er bent á að skila henni í viðkomandi verslun og fá endurgreitt. Krónan biður viðskiptavini sína afsökunar á óþægindum sem þetta veldur,“ segir í tilkynningunni. 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Grön Balance

Vöruheiti: Sólblómafræ

Framleiðandi: Valsmøllen

Innflytjandi: Krónan

Framleiðsluland: Danmörk

Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 08/08/2023

Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita

Dreifing: Allar verslanir Krónunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×