Lífið

Rosalegur munur á partíhaldi Steinda og Audda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það tókst misvel hjá liðinum að halda teiti.
Það tókst misvel hjá liðinum að halda teiti.

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hafa slegið í gegn á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er stjórnandi þáttanna, sem eru teknir upp fyrir framan áhorfendur í sal.

Í þættinum á föstudaginn voru þeir Hjálmar Örn Jóhannsson og Guðmundur Benediktsson gestir en Gummi Ben var með Audda í liði og Hjálmar með Steinda.

Eitt verkefnið var að halda partí og mátti það ekki kosta meira en fimmtíu þúsund krónur. Hjálmar og Steindi héldu teiti sem kostaði í raun 50 þúsund krónur og var því mjög lágstemmt.

Aftur á móti nýtti Auddi sér sín sambönd og náði að helda brjálæðislega flott partí á Bankastræti Club með helstu tónlistarmönnum landsins og kostaði það ekki eina krónu. 

Auddi og Gummi troðfylltu salinn á Menningarnótt. Steindi og Hjammi fengu nokkra gesti í partí í Breiðholtinu. Mikill munur eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Steindi og Hjammi héldu mjög sérstakt partí
Klippa: Auddi og Gummi Ben með risaparti á Menningarnótt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×