Erlent

Öskraði „farðu aftur til Afríku“ á annan þing­mann

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Carlos Martens Bilongo var að flytja ræðu um bága stöðu flóttafólks þar sem hann gagnrýndi stefnu stjórnvalda.
Carlos Martens Bilongo var að flytja ræðu um bága stöðu flóttafólks þar sem hann gagnrýndi stefnu stjórnvalda. AP Photo/Thibault Camus

Þingmaður á franska þinginu hefur verið settur í fimmtán daga bann fyrir að hafa öskrað „farðu aftur til Afríku“ á þingmann úr öðrum flokki. Hann segist ekkert hafa gert rangt og vill meina að orðin hafi beinst að stöðu flóttafólks.

Þingmaðurinn, Gregoire de Fournas er í Þjóðfylkingunni, flokki hægri öfgamanna. Hann lét orðin falla þegar þingmaðurinn Carlos Martens Bilongo, sem er dökkur á hörund, var að flytja ræðu um bága stöðu flóttafólks. AP fréttaveitan greinir frá.

Forseti löggjafarþingsins stöðvaði samkomuna tafarlaust og uppnám braust út meðal þingmanna. Bilongo segist djúplega særður vegna orðanna. Þá hefur Emmanuel Macron forseti Frakklands fordæmt framkomu de Fournas. Sá síðarnefndi segir að brottvísunin sé ósanngjörn og hann hafi ekkert gert af sér. 

De Fournas segir að orðin hafi beinst að stefnu stjórnvalda í málefnum flóttamanna og hann standi við þau orð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×