Innlent

Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Deildarmyrkvi á sólu.
Deildarmyrkvi á sólu. Xue Bing/VCG via Getty Images

Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi í dag ef veður leyfir. Myrkvinn hefst klukkan 8:59 og nær hámarki tæpri klukkustund síðar, klukkan 9:46.

Horfa má á beina útsendingu af deildarmyrkvanum hér að neðan. Útsendingin er frá Bretlandi.

Tvísýnt er um hvort að myrkvinn verði sjáanlegur á Íslandi. Í höfuðborginni er skýjað og spáð er rigningu víða um land.

Engu að síður er þó mögulegt að það rofi til nógu lengi einhvers staðar til að hægt verði að sjá myrkvann á einhverju stigi hans. Til að mynda er spáð bjartviðri norðvestantil á landinu.

Brýnt er að nota hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu, og horfa ekki beint í sólina, en ský gætu búið til náttúrulega síu.

Sólin verður væntanlega frekar snemma á lofti á meðan myrkvanum stendur en honum lýkur loks klukkan 10:35, eftir að hafa staðið yfir í rúman einn og hálfan klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×