Innlent

Dyravörður grunaður um að hafa kýlt mann ítrekað í höfuðið

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árásin er sögð hafa átt sér stað á veitingastað í miðbænum.
Árásin er sögð hafa átt sér stað á veitingastað í miðbænum. Vísir/Kolbeinn Tumi

Tilkynnt var um líkamsárás við veitingastað í miðbænum í nótt. Þar er dyravörður grunaður um að hafa kýlt mann ítrekað í höfuðið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar. Árásin á að hafa átt sér stað um klukkan hálf tvö í nótt. Ekki er nánar vitað um áverka árásarþola en málið er í rannsókn.

Þá var maður í hverfi Háaleitis og Bústaða handtekinn grunaður um líkamsárás, akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn gisti fangageymslu en ekki er vitað um áverka árásarþola.

Í Hafnafirði var maður einnig handtekinn grunaður um líkamsárás. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en ekki er fjallað um áverka árásarþola í tilkynningu.

Þá var tilkynnt um rafhlaupahjólaslys í miðbænum þar sem maður féll af rafhlaupahjóli og rotaðist. Maðurinn var sagður meðvitundarlaus og greint frá blæðingu frá höfði. Sjúkrabifreið var kölluð á vettvang en í tilkynningu lögreglu er tekið fram að maðurinn sé  grunaður um að reyna að stjórna hjólinu undir áhrifum áfengis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×