Innlent

Marg­faldur vinningur skilaði fimm­tíu milljónum

Árni Sæberg skrifar
Á myndinni má sjá um það bil 1/1.470 hluta af vinningi miðaeigandans heppna.
Á myndinni má sjá um það bil 1/1.470 hluta af vinningi miðaeigandans heppna. vísir/vilhelm

Stálheppinn miðaeigandi á besta aldri vann heilar fimmtíu milljónir króna í Happdrætti Háskólans þegar dregið var út í kvöld.

Í fréttatilkynningu frá HHÍ segir að númer hins heppna miðaeiganda hafi komið upp þegar dregið var í Milljónaveltunni, sem var fimmföld. Því fær hann fimmtíu milljónir lagðar inn á bankareikning, skattfrjálst.

Þá voru fleiri sem duttu í lukkupottinn í kvöld. Þar má helstan nefna miðaeigandann sem fékk 500 þúsund króna vinning en þar sem hann er með fimmfaldan miða, svokallaðan trompmiða, fær hann 2,5 milljónir króna í sinn hlut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×