Innlent

Ás­geir skipaður for­maður stýri­hóps um Hring­brautar­verk­efnið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ásgeir Margeirsson var áður forstjóri HS Orku en er nú stjórnarformaður Háblæs.
Ásgeir Margeirsson var áður forstjóri HS Orku en er nú stjórnarformaður Háblæs.

Ásgeir Margeirsson hefur verið skipaður formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala ohf. (NLSH). Hópnum er ætlað að hafa yfirsýn yfir öll verkefni NLSH.

Meðal verkefna hópsins er að staðfesta áætlanir, tryggja að verkefnið lúti áherslum stjórnvalda varðandi hlutverk Landspítala, yfirsýn yfir áætlunum um verkefni og rekstur hans og byggi á stefnu í heilbrigðismálum.

Hópurinn ber ábyrgð gagnvart heilbrigðisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu, mótar stefnu, annast yfirstjórn og samhæfingu allra þátta verkefnisins.

Meðlimir hópsins eru eftirfarandi:

  • Ásgeir Margeirsson, formaður
  • Ásta Valdimarsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu
  • Guðmundur Árnason, frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Runólfur Pálsson frá Landspítala
  • Gunnar Guðni Tómasson frá Landsvirkjun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×