Fótbolti

Bendtner stofnar rafíþróttalið: Counter-Strike hjálpaði honum í Covid

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bendtner samdi vð FCK sumarið 2019 og lék með danska stórliðinu til ársloka 2019 þegar hann hætti í fótbolta.
Bendtner samdi vð FCK sumarið 2019 og lék með danska stórliðinu til ársloka 2019 þegar hann hætti í fótbolta. Aleksandr Gusev/Getty

Nicklas Bendtner, fyrrum danskur landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Arsenal, hefur stofnað rafíþróttafélag og ætlar sér að keppa við þá bestu í Danmörku og jafnvel víðar. Hann segist hafa komist inn í rafíþróttaheiminn á meðan kórónuveiran hélt honum innandyra.

Félag Bendtners heitir Prosapia Esport og hefur Bendtner þegar stofnað eitt lið innan félagsins, sem mun keppa í CSGO - Counter-Strike: Global Offensive, sem er mannað af ungum dönskum mönnum sem hafa hæfileika í leiknum. Meðalaldur liðsins er 17,6 ár og greina danskir miðlar frá því að Bendtner hafi lokkað nokkra þeirra í lið sitt frá AGF í Árósum.

Bendtner lék meðal annars með Arsenal, Juventus og Rosenborg á ferlinum auk þess að spila 81 landsleik fyrir Danmörku, þar á meðal á HM 2010 og EM 2012. Hann hætti knattspyrnuiðkun aðeins 31 árs gamall, árið 2019, eftir misheppnaða dvöl hjá FC Kaupmannahöfn.

Fljótlega í kjölfarið herjaði kórónuveirufaraldurinn á heimsbyggðina en Bendtner segist hafa fundið félagsskap í CSGO.

Þegar kórónuveirufaraldurinn fór af stað byrjaði ég að spila CSGO. Það veitti mér tengingu við umheiminn. Kunnátta mín og áhugi jókst, og ég lærði um rafíþróttabransann og áhrifin sem það hefur á ungt fólk sem vill ná á toppinn, segir í yfirlýsingu frá Bendtner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×