Erlent

Þrír látnir eftir skot­á­rás í mat­vöru­búð í Oregon

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásin átti sér stað í matvörubúð Safeway í Bend í Oregon.
Árásin átti sér stað í matvörubúð Safeway í Bend í Oregon. AP/Dave Killen

Þrír létu lífið í gærkvöldi í skotárás í matvörubúð í bænum Bend í Oregon. Grunaður árásarmaður er meðal þeirra látnu.

Nafn árásarmannsins hefur ekki verið gert opinbert en talið er að hann hafi keyrt frá heimili sínu í nágrenninu að versluninni og hafið skotárásina á bílastæðinu. Þaðan gekk hann inn í verslunina og hélt skothríðinni áfram.

Hvort árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana af viðskiptavini verslunarinnar eða skotið sig sjálfur er ekki vitað. Þá er ekki vitað hvers vegna maðurinn hóf skothríðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×