Sport

Týndi EM-gullinu sínu á flugvellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Filip Mihaljevic með gullverðlaunin um hálsinn en þau urðu óvart eftir á flugvellinum í München þegar hann flaug heim til Króatíu.
Filip Mihaljevic með gullverðlaunin um hálsinn en þau urðu óvart eftir á flugvellinum í München þegar hann flaug heim til Króatíu. Getty/Maja Hitij

Nýkrýndur Evrópumeistari frá EM í frjálsum íþróttum áttaði sig á því við heimkomuna frá München að hann var ekki með gullið með sér.

Króatinn Filip Mihaljevic tryggði sér Evrópumeistaratitil í kúluvarpi á EM í München þegar hann kastaði kúlunni 21.88 metra eð hálfum metra lengra en Serbinn Armin Sinancević sem tók silfrið.

Mihaljevic er 28 ára gamall og var þarna að vinn sitt fyrstu gullverðlaun á stórmóti fullorðinna.

Honum tókst hins vegar að týna gullverðlaunum sínum á flugvellinum. Þýska blaðið Bild sagði frá.

Mihaljevic mundi síðast eftir að hafa verið með gullpeninginn í hendinni þegar hann var í fríhöfninni.

Hann áttaði sig ekki á því að hann væri ekki lengur með gullið sitt þegar hann lenti í Króatíu.

Mihaljevic hafði strax samband við lögregluna sem hóf leit af gullverðlaunapeningnum og notaði meðal annars eftirlitsmyndavélar á flugvellinum.

Lögreglan á flugvellinum í München gaf það síðan út að starfsmaður Lufthansa hefði fundið gullverðlaun Mihaljevic og verðlaunapeningurinn hans væri nú komin aftur í hans hendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×