Erlent

Snekkja ó­lígarka boðin upp

Árni Sæberg skrifar
Dmitry Pumpyansky hefur tapað snekkjunni sinni.
Dmitry Pumpyansky hefur tapað snekkjunni sinni. Mikhail Svetlov/Getty

Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn.

Snekkjan, sem er 72,5 metrar á lengd og búin öllu því sem snekkju auðjöfurs sæmir, var haldlögð að ósk bandaríska bankans JP Morgan eftir að Pumpyansky greiddi ekki tuttugu milljóna dala lán. 

Í mars var hann kominn á lista rússneskra óligarka sem sæta hafa mátt viðskiptaþvingunum af hendi Evrópusambandsins, Bretlands og Bandaríkjanna eftir innrás Rússa í Úkraínu. Mikill fjöldi snekkja rússneskra auðjöfra hefur verið haldlagður en Axioma er sú fyrsta sem boðin verður upp.

Uppboðið fer fram á þriðjudaginn og verður aðeins hægt að bjóða í hana í einn dag. Því er búist við að hún verði slegin á lægra verði en markaðsvirði hennar er, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið.

Pumpyansky er eigandi fyrirtækisins OAO TMK, sem framleiðir stálpípur, aðallega fyrir rússneska gasrisann Gazprom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×