Erlent

Flúðu lest í gróðureldum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skilti brunnið vegna gróðurelda. 
Skilti brunnið vegna gróðurelda.  ASSOCIATED PRESS

Tíu slösuðust þegar þeir reyndu að flýja lest sem var keyrt inn í gróðurelda nærri Valensía á Spáni í dag. Lestin var á leið frá Valencia til Zaragosa í morgun en var stöðvuð við bæinn Bejís vegna eldanna.

Til stóð að snúa för lestarinnar við og bað lestarstjóri farþega um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Nokkur hræðsla greip um sig - enda sést á myndum að eldarnir voru allt um lykjandi. 

Einhverjir farþegar brutu því rúður til þess að flýja lestina. Nokkrir hlutu brunasár og samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru kona á sextugsaldri og fimmtán ára gömul stúlka illa haldnar vegna brunasára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×