Erlent

Willi­am Ruto sigraði for­seta­kosningarnar í Kenía

Bjarki Sigurðsson skrifar
William Ruto greiðir hér atkvæði í kosningunum.
William Ruto greiðir hér atkvæði í kosningunum. EPA/STR

William Ruto, varaforseti Kenía, sigraði forsetakosningarnar í Kenía sem fram fóru í dag. Kosningarnar hafa verið afar umdeildar í heimalandinu og andstæðingur Ruto hefur sakað hann um kosningasvindl.

Ruto hefur verið varaforseti í níu ár, öll árin sem sitjandi forseti, Ugur Kenyatta, hefur verið við völd. Kenyatta ákvað hins vegar ekki að styðja framboð Ruto til forseta, heldur andstæðings hans, Raila Odinga, vegna ósættis á milli þeirra. 

Ruto sigraði kosningarnar í dag með afar litlum mun en hann hlaut 50,4 prósent atkvæða. Odinga sakaði Ruto um kosningasvindl fyrr í vikunni og því ólíklegt að hann muni samþykkja úrslitin.

Aðeins þrír af sjö meðlimum kjörnefndar kosningarinnar skrifuðu undir tilkynninguna um sigur Ruto þar sem þessir fjórir töldu kosningarnar ekki hafa verið gagnsæjar.

„Við getum ekki staðfest niðurstöðurnar sem verða tilkynntar þar sem síðasta umferð kosninganna var ekki gagnsæ,“ hefur BBC eftir Juliana Cherera, varaformanni kjörnefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×