Innlent

Patman nýr sendiherra á Íslandi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Carrin F. Patman, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Carrin F. Patman, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Háskólinn í Texas

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Patman er lögfræðingur að mennt og starfaði sem stjórnarformaður almenningssamgangna í Houston í Texas en áður var hún einn eigenda lögfræðistofunnar Bracewell LLP. Hún tók stóran þátt í kosningabaráttu Hillary Clinton árið 2016 sem og baráttu Joes Biden árið 2020.

Þá hefur hún komið að ýmsum störfum innan stjórnsýslunnar og verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í Texas.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×