Erlent

Skrifa undir samning um út­flutning korns frá Úkraínu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mörg tonn af korni hafa verið föst í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði.
Mörg tonn af korni hafa verið föst í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði. AP/Khalil Hamra

Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu  föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt til Istanbúl í Tyrklandi í dag til að hitta Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta. Þar munu þeir yfirsjá lykilsamning sem gerir Úkraínu kleift að flytja út 22 milljón tonn af bráðnauðsynlegu korni og öðrum landbúnaðarvörum sem hafa verið föst í höfnum Svartahafs vegna stríðsins.

Útflutningur kornsins mun milda yfirstandandi matvælakrísu sem hefur keyrt upp verð á hveiti og byggi en Úkraína er einn stærsti útflytjandi hveitis, korns og sólblómaolíu í heiminum.

Úkraína er einn stærsti framleiðandi korns, hveitis og sólblóma í heiminum.AP/Efrem Lukatsky

Rússneskir og úkraínskir valdamenn hafa kennt hvor öðrum um að skipin séu föst í höfnum Svartahafs. Á meðan Úkraínumenn segja Rússa hindra för skipanna vilja Rússar meina að skipin komist ekki út úr höfnunum vegna úkraínskra tundurdufla.


Tengdar fréttir

Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru

Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku.

Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru

Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku.

ESB leitar leiða til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu

Leiðtogar Evrópusambandsins reyna í dag að finna leiðir til að koma rúmlega tuttugu milljón tonnum af korni frá Úkraínu sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt yrðu út. Í gær náðist samkomulag um að Evrópusambandsríkin drægju úr innflutningi á olíu frá Rússlandi um 90 prósent fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×