Erlent

Fundu fjöldagröf með sautján tonnum af ösku

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fjöldagröf í Póllandi frá tímum seinni heimsstyrjaldar. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Fjöldagröf í Póllandi frá tímum seinni heimsstyrjaldar. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty/Michal Fludra

Fornleifafræðingar í Póllandi grófu í dag upp fjöldagröf sem innihélt sautján og hálft tonn af ösku. Talið er að askan tilheyri fórnarlömbum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Fjöldagröfin fannst nærri útrýmingarbúðunum Soldau í sunnanverðu Póllandi. Í gröfinni fundust einnig munir líkt og föt, tölur og fleira. Ekkert verðmætt fannst í gröfinni svo talið er að fangaverðir hafi rænt öllum verðmætum af líkum fólks áður en þeir brenndu þau.

Þegar mannslíkami er brenndur verða um tvö kíló af ösku eftir og því er talið að rúmlega átta þúsund manns hafi verið brenndir og aska þeirra sett í gröfina.

Samkvæmt BBC voru gyðingar, pólitískir andstæðingar nasista og pólskt hefðarfólk sent til Soldau. Rannsakendur vonast eftir því að geta borið kennsl á einhverja sem drepnir voru í búðunum og vinna nú að því að leita að fleiri gröfum í kringum Soldau.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×