Fótbolti

Stelpurnar æfðu ekki á vellinum þar sem þær spila á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá æfingu íslenska liðsins í Crew í dag.
Frá æfingu íslenska liðsins í Crew í dag. Vísir/Vilhelm

Íslensku stelpurnar eru komnar á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir leikinn á móti Ítalíu á EM í Englandi en þetta er annar leikur liðsins í riðlinum og leikur sem þær þurfa að vinna ætli þær sér að komast áfram í átta liða úrslitin.

Ísland er með stigi meira en Ítalíu en Ítalir töpuðu stórt á móti Frakklandi í fyrsta leik. Leikurinn skiptir því öllu máli fyrir báðar þjóðir.

Æfing dagsins hjá stelpunum okkar fór fram á æfingasvæði Crewe en ekki á Academy Stadium í Manchester þar sem þær spila leikinn á morgun. Íslenska liðið æfði í Manchester fyrir Belgíuleikinn en nú voru allar æfingar í Crewe.

Stelpurnar þekkja auðvitað völlinn frá því í fyrsta leiknum en hann var rennisléttur og mjög góður grasvöllur.

Nú sluppu þær við ferðalag til Manchester fyrir utan Dagnýju Brynjarsdóttur sem mætir á blaðamannafundinn með Þorsteini Halldórssyni þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×