Fótbolti

Sjáðu mar­ka­flóðið á Amex-vellinum og mörk Austur­ríkis

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
England skoraði átta gegn Noregi.
England skoraði átta gegn Noregi. Naomi Baker/Getty Images

England vann stærsta sigur í sögu Evrópumóts kvenna í fótbolta þegar liðið vann Noreg 8-0. Ótrúleg úrslit þar sem liðin eru ekki langt frá hvort öðru á heimslista FIFA. Þá vann Austurríki 2-0 sigur á Norður-Írlandi.

Leikur Englands og Noregs fór fram á Amex-vellinu, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton & Hove Albion. 

Eftir tólf mínútna leik fékk England einstaklega ódýra vítaspyrnu sem Georgia Stanway skoraði af öryggi úr.

Lauren Hemp tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar. 

Ellen White fór langt með að klára leikinn á 29. mínútu og staðan orðin 3-0.

Bethany Mead skoraði tvö mörk með fjögurra mínútna millibili á 34. og 38. mínútu og staðan orðin 5-0.

Staðan í hálfleik var 6-0 eftir að White skoraði sitt annað mark.

Alessia Russo kom inn af bekknum á 57. mínútu og var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún skoraði sjöunda mark liðsins á 66. mínútu og Bethany Mead fullkomnaði þrennu sína þegar tæpar tíu voru til leiksloka. Lokatölur 8-0 Englandi í vil.

Í hinum leik A-riðils mættust svo Austurríki og Norður-Írland. Þar vann Austurríki þægilegan 2-0 sigur.


Tengdar fréttir

Noregur fór að hátta og England skoraði átta

Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×