Fótbolti

Hörður Ingi dró fram skotskóna

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hörður Ingi Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Sogndal í leiknum í dag. 
Hörður Ingi Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Sogndal í leiknum í dag.  Vísir/Getty

Vinstri bakvörðurinn Hörður Ingi Gunn­ars­son skoraði mark Íslendingaliðsins Sogn­dal þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi í leik sínum á móti Fredrikstad í norsku B-deild­inni í fótbolta karla í völd.

Valdimar Þór Ingimundarson lék allan tímann fyrir Sogndal og Jónatan Ingi Jónsson, sem kom til norska liðsins frá FH fyrr á þessu ári líkt og Hörður Ingi, spilaði lungann úr leiknum.

Bjarni Mark Ant­ons­son spilaði svo inni á miðsvæðinu hjá Start þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Brann sem trónir á toppi deildarinnar. 

Sogndal er í sjöunda sæti deildarinnar og Start í því áttunda en liðinu eru í seilingarfjarlægð frá sæti sem veitir þátttökurétt í umspili um laust sæti í efstu deild á næstu leiktíð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×