Enski boltinn

Neco Williams á leið frá Liverpool til nýliðanna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Neco Williams er á leið til Nottingham Forest.
Neco Williams er á leið til Nottingham Forest. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images

Liverpool og nýliðar Nottingham Forest hafa komist að samkomulagi um söluna á Neco Willams til nýliðanna.

Nottingham Forest greiðir um 17 milljónir punda fyrir þennan 21 árs gamla leikmann, en það samsvarar tæpum þrem milljörðum króna.

Steve Cooper, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, ætlar sér greinilega að styrkja bakvarðarstöðurnar fyrir fyrsta tímabil liðsins í ensku úrvalsdeildinni í rúm tuttugu ár. Williams mun að öllum líkindum leysa hægri vængbakvarðarstöðuna og þá er félagið á eftir Omar Richards, leikmanni Bayern München, sem myndi leysa stöðuna vinstra megin.

Þessi velski landsliðsmaður hefur verið á mála hjá Liverpool frá því hann var níu ára gamall, en hann hefur aðeins leikið 13 leiki fyrir aðallið félagsins. Hann eyddi seinni hluta seinasta tímabils á láni hjá Fulham þar sem hann lék 14 leiki og skoraði tvö mörk.

Williams verður fimmti leikmaðurinn sem gengur í raðir Nottingham Forest í sumar. Áður hafði liðið fengið framherjann Taiwo Awoniyi, varnarmennina Guilian Biancone og Moussa Niakhate og markvörðinn Dean Henderson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×