Erlent

Sex látin vegna skriðu á Marmolada

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Skriða varð á jökli á Marmolada sem er hæsti tindur Dólómítafjalla.
Skriða varð á jökli á Marmolada sem er hæsti tindur Dólómítafjalla. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Sex eru látin vegna jökulskriðu í ítölsku ölpunum, átta aðrir eru slasaðir og sautján er saknað.

Skriðan varð á jökli á Marmolada sem er hæsti tindur Dólómítafjalla.

Óvenju hlýtt var á svæðinu þegar skriðan féll, eða tíu gráður. Hitabylgja hefur verið að láta á sér kræla í vestanverðri Evrópu. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.

Umfangsmikil leit hefur verið hafin á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×