Erlent

Helmingur vill ákæra Trump fyrir aðkomu hans að óeirðunum í þinghúsinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Menn eru ekki á einu máli um það hvort sú vinna sem nú stendur yfir til að varpa ljósi á atburðina 6. janúar 2021 muni hafa nokkur áhrif á pólitíska möguleika Trump.
Menn eru ekki á einu máli um það hvort sú vinna sem nú stendur yfir til að varpa ljósi á atburðina 6. janúar 2021 muni hafa nokkur áhrif á pólitíska möguleika Trump. epa/Kamil Krzaczynski

Um helmingur Bandaríkjamanna er á þeirri skoðun að ákæra eigi Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir aðild hans að óeirðunum í bandaríska þinghúsinu 6. janúar í fyrra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem AP fréttaveitan lét framkvæma.

Fjörtíu og átta prósent eru þessarar skoðunar á meðan 31 prósent segir ekki rétt að ákæra forsetann fyrrverandi. Tuttugu prósent segjast síðan ekki hafa nægar upplýsingar í málinu til að mynda sér skoðun, af eða á. 

Fimmtíu og átta prósent aðspurðra eru þó þeirrar skoðunar að forsetinn beri mikla ábyrgð á því sem gerðist en hann hefur verið sakaður um að kynda undir bálið sem að lokum leiddi til árásar á þinghúsið þar sem fjórir létu lífið. 

Niðurstöðurnar skiptast eins og búast mátti við eftir flokkslínum. 

Könnunin var gerð á dögunum, eftir opinberar vitnaleiðslur þingnefndar sem rannsakar málið en þó áður en Cassidy Hutchinson, aðstoðarmaður í Hvíta húsinu á þessum tíma, gaf sinn framburð sem þótti sérstaklega sláandi.


Tengdar fréttir

Trump vildi leiða vopnaða stuðnings­menn að þing­húsinu

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×