Sport

Thelma vann til silfurverðlauna á HM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thelma með verðlaunapeninginn.
Thelma með verðlaunapeninginn. Íþróttasamband fatlaðra.

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir vann í dag til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi.

Thelma Björg keppti í flokki hreyfihamlaðra S5 í 100 metra bringusundi og kom önnur í mark. Thelma synti á tímanum 1:58,23. Grace Harvey frá Bretlandi kom fyrst í mark á tímanum 1:41,9.

Þetta var önnur grein Thelmu á mótinu sem fram fer um þessar mundir í Funchal á portúgölsku eyjunni Madeira. Hún kom sjötta í mark í 200 metra fjórsundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×