Innlent

Vatns­laust á Seyðis­firði eftir að stofn­lögn við Fjarða­sels­virkjun gaf sig

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Talsverður jarðvegur hefur runnið fram frá lögninni.
Talsverður jarðvegur hefur runnið fram frá lögninni. Aðsend/Ómar Bogason

Vatnslaust er á Seyðisfirði eftir að kaldavatnslögn við Fjarðaselsvirkjun gaf sig í morgun. Vel getur verið að Seyðfirðingar þurfi að komast af án kalda vatnsins fram á nótt. 

Þetta kemur fram í frétt hjá Austurfréttum. Þar er haft eftir Aðalsteini Þórhallssyni framkvæmdastjóra HEF veitna að aðrennslispípa fyrir nýrri virkjunina hafi farið í sundur og um leið rofið vatnslögn HEF. 

Búast má við að vatnslaust verði á Seyðisfirði fram á nótt.Aðsend/Ómar Bogason

Verið sé að kanna umfang skemmdanna en af myndum sem Ómar Bogason hefur birt á Facebook að dæma hefur talsverður jarðvegur hrunið fram af lögninni. 

Aðalsteinn segir í samtali við Austurfrétt að virkjunarlögnin sé á kafi í jarðvegi. Undirbúningur sé hafinn að viðgerð og líklegt að hún muni standa fram á nótt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×