Innlent

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og K-lista myndaður í Dalvík

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Oddvitar D- og K-lista undirrituðu málefnasamning fyrir meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili í Dalvíkurbyggð.
Oddvitar D- og K-lista undirrituðu málefnasamning fyrir meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili í Dalvíkurbyggð. Aðsend

Oddvitar D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra og K-lista Dalvíkurbyggðrar undirrituðu í kvöld málefnasamning fyrir næstu fjögur ár í meirihluta sveitarstjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listunum.

Þar segir að mikil bjartsýni og metnaður ríki fyrir framtíð sveitarfélagsins og spenningur hafi verið í mannskappnum að bretta upp ermar og hefjast handa við undirritun samningsins. 

„Við hlökkum til samstarfs við B-lista Framsóknar og félagshyggjufólks við að gera gott samfélag enn betra,“ segir í tilkynningunni.

Þá er búið að skipa sveitarstjórnarfulltrúa í embætti:

  • Forseti sveitarstjórnar verður Freyr Antonsson (D)
  • Formaður byggðarráðs verður Helgi Einarsson (K)
  • Formaður fræðsluráðs verður Jolanta Brandt (K)
  • Formaður félagsmálaráðs verður Katrín Kristinsdóttir (D)
  • Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs verður Jóhann Már Kristinsson (D)
  • Formaður veitu- og hafnarráðs verður Haukur Arnar Gunnarsson (K)
  • Formaður í stjórn Dalbæjar verður Freyr Antonsson (D)

Þá segir að breytingar verði gerðar á umhverfisráði sem verði skipt upp í skipulagsráð og umhverfis- og dreifbýlisráð. 

  • Formaður skipulagsráðs verður Anna Kristín Guðmundsdóttir (D)
  • Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs verður Gunnar Kristinn Guðmundsson (K)

Þá verði menningarráð einnig endurvakið og formaður þess verði Lovísa María Sigurgeirsdóttir (K). Leit að sveitarstjóra standi yfir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×