Innlent

Spilarar RÚV hrundu í Eurovision- og kosningafári

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kerfi Ríkisútvarpsins þoldu ekki álagið þegar kosningavaka þeirra hófst. 
Kerfi Ríkisútvarpsins þoldu ekki álagið þegar kosningavaka þeirra hófst.  Vísir

Spilarar Ríkisútvarpsins sem sýna frá Eurovision og kosningavöku þeirra hrundu á ögurstundu þegar stigagjöfin í Eurovision átti að hefjast. Á vefsíðu þeirra var um tíma ekki hægt að horfa á viðburðina.

Hrunið kom í kjölfar þess að kosningavakt RÚV tók yfir útsendinguna á aðalrás miðilsins og var Eurovision-keppnin færð yfir á RÚV 2. RÚV 2 náði þó ekki að ráða við álagið og hrundi, bæði á vefsíðu RÚV og í Apple TV-forriti þeirra.

Samkvæmt tilkynningu á vef RÚV hefur álagið á kerfi þeirra aldrei verið meira en í kvöld og hamlaði fjöldi þeirra sem reyndu að skipta á milli getu kerfisins til að svara beiðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×