Innlent

Þyrlan kölluð út vegna mótor­hjóla­slyss

Árni Sæberg skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Grundarfjarðar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Grundarfjarðar. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á Snæfellsnes að sækja slasaðan bifhjólamann.

Þyrlan tók á loft rétt í þessu en upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir hana vera á leið til Grundarfjarðar.

Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir þyrlunni eftir að bifhjólamaður féll af hjóli sínu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum staðfestir þetta í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig frekar um málið sem er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×