Erlent

Meiri­hluti Svía vill í NATO

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því fyrir skömmu að Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hygðist sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í júní.
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því fyrir skömmu að Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hygðist sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í júní. EPA-EFE/PAUL WENNERHOLM

Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu.

Samkvæmt nýrri könnun Novus er 51 prósent íbúa Svíþjóðar hlynntur aðildinni en fyrir um viku síðan var minnihluti, eða 45 prósent, hlynntur aðild að NATO. Sænski miðillin SVT greinir frá.

Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu.

Samkvæmt könnun Novus eru um 64 prósent Svía fylgjandi því að ríkið sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu, geri Finnar það líka.

Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði á blaðamannafundi fyrir rúmri viku síðan að mikilvægt væri að kanna vel og vandlega hvað væri best fyrir framtíðarhagsmuni Svía í öryggismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×