Innlent

Sagðist hafa fengið flösku í höfuðið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal vegna slagsmála í miðborginni.

Laust fyrir klukkan tvö var tilkynnt um slagsmál í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði voru gerendur á bak og burt. Einn var slasaður á vettvangi og sagðist hann hafa fengið flösku í höfuðið. Málið er í rannsókn.

Um hálf þrjú í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað þar sem ofurölvi gestur staðarins var í haldi dyravarða. Var hann grunaður um að hafa ráðist á þá. Maðurinn var handtekinn og færður í fangaklefa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×