Erlent

Tveir látnir í óveðri í Texas og Georgíu

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil eyðilegging varð í Pembroke í Georgíu.
Mikil eyðilegging varð í Pembroke í Georgíu. AP

Tveir létust og tugir slösuðust í óveðri sem gekk yfir Texas og Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær.

Öflug haglél, rok og hvirfilbyljir gengu yfir suðurríki landsins og er búist við svipuðu ástandi í dag.

Annað dauðsfallið varð í Pembroke í Georgíu þar sem kona lét lífið þegar hvirfilbylur reif hús hennar í sundur og í Texas lést eldri maður þegar stórt tré rifnaði upp með rótum og féll á heimili hans.

Rúmlega fimmtíu þúsund heimili voru án rafmagns á svæðinu í gær en búist er að óveðrið nái yfir enn stærra svæði í dag og hafa viðvaranir einnig verið gefnar út fyrir Mississippi, Alabama og Suður-Karólínu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×