Innlent

Jakob Björg­vin aftur sveitar­stjóra­efni í Stykkis­hólmi og Helga­fells­sveit

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frambjóðendur H-listans í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Frambjóðendur H-listans í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Aðsend

Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar er bæjar- og sveitarstjóraefni H-listans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýsameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. 

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar er oddviti framboðslistans, sem var kynntur á fjölmennum fundi í gær. Aðeins rúm vika er síðan sameining sveitarfélaganna Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar var samþykkt og er þetta því fyrsta sinn sem sveitarstjórnarkosningar fara fram í sameinuðu sveitarfélaginu. 

Hér að neðan má sjá framboðslista H-listans í heild sinni.

  1. sæti Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari.
  2. sæti Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir, kennari.
  3. sæti Ragnar Ingi Sigurðsson, íþróttafræðingur og sjálfstætt starfandi.
  4. sæti Þórhildur Eyþórsdóttir, kennari.
  5. sæti Halldór Árnason, sjálfstætt starfandi.
  6. sæti Sæþór Heiðar Þorbergsson, matreiðslumeistari og sjálfstætt starfandi.
  7. sæti Viktoría Líf Ingibergsdóttir, þjónustufulltrúi og nemi í miðlun og almannatengslum.
  8. sæti Guðmundur Kolbeinn Björnsson, vélfræðingur og fyrrverandi verktaki.
  9. sæti Gunnar Ásgeirsson, vélfræðingur.
  10. sæti Þröstur Ingi Auðunsson, sjómaður, útgerðarmaður og vélfræðingur.
  11. sæti Anna Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
  12. sæti Kári Geir Jensson, framkvæmdarstjóri og sjómaður.
  13. sæti Arnar Geir Diego Ævarsson, meindýraeyðir, verka- og sjúkraflutningarmaður.
  14. sæti Guðrún Reynisdóttir, bóndi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×