Innlent

Í­trekuð slags­mál og hópslags­mál í mið­borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Að sögn lögreglu var þar stór hópur á ferðinni og voru slagsmálin innan þess hóps. Myndin er úr safni.
Að sögn lögreglu var þar stór hópur á ferðinni og voru slagsmálin innan þess hóps. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ítrekað kom til slagsmála og hópslagsmála í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir lokun veitingastaða í gærkvöldi.

Að sögn lögreglu var þar stór hópur á ferðinni og voru slagsmálin innan þess hóps.

Lögregla segir að ekkert mál hafi ratað formlega inn á borð lögreglu vegna þessara slagsmála en lætin kröfðust stanslausrar viðveru lögreglumanna í um það bil klukkustund uns hópurinn hélt sína leið, að því er segir í skeyti frá lögreglu.

Þá var tilkynnt um rán í Kópavogi eða Breiðholti þar sem fjórir eru sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum muni. Það mál er í rannsókn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×