Innlent

Sigurjón nýr aðstoðarmaður Willums Þórs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurjón Jónsson, nýr aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Sigurjón Jónsson, nýr aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Aðsend

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ráðið Sigurjón Jónsson tímabundið sem aðstoðarmann sinn í fjarveru Millu Óskar Magnúsdóttur sem er í fæðingarorlofi.

Sigurjón er með BSc próf í markaðsfræðum frá Auburn háskólanum í Alabama. Hann hefur á annað ár verið starfsmaður þingflokks Framsóknar og unnið að kynningarmálum og ýmsum öðrum verkefnum.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að Sigurjón hafi víðtæka reynslu af markaðs og kynningarmálum sem og veflausnum í gegnum fyrri störf sín hjá NOVA, Sjóvá og 433.is.

Sigurjón er í sambúð með Tinnu Rún Davíðsdóttir Hemstock og eiga þau tvo syni.


Tengdar fréttir

Milla frá Lilju til Willums

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og er þegar tekin til starfa í heilbrigðisráðuneytinu.

Voru á leið í glasa­frjóvgun þegar þau fengu ó­vænt já­kvætt ó­léttu­próf

Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×