Innlent

Sex manns greinst þrisvar með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Samtals hafa nú um 181 þúsund greinst með Covid-19 á Íslandi.
Samtals hafa nú um 181 þúsund greinst með Covid-19 á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Sex manns hafa greinst þrisvar sinnum með Covid-19 hér á landi frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Alls hafa um fjögur þúsund greinst með endursmit sem skilgreint er á þann veg að sami einstaklingur greinist tvisvar og 60 dagar eða meira séu á milli greininga.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef embættis landlæknis þar sem farið er yfir stöðuna í faraldrinum. Þar segir að með tilkomu ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar hafi orðið gífurleg aukning á smitum í samfélaginu á Íslandi sem og annars staðar í heiminum.

Samtals hafa nú um 181 þúsund greinst með Covid-19 á Íslandi. „Fyrir áramót 2022 greindust samtals 30.487 manns með COVID-19 hérlendis en eftir áramót hafa greinst 150.239 manns. Endursmit hefur greinst hjá 3.972. Af endursmitum hafa sex manns greinst þrisvar sinnum en aðrir tvisvar sinnum.“

Ennfremur segir að af þeim sem greindust tvisvar lögðust þrettán inn á Landspítala með eða vegna COVID-19 en fjórir lögðust inn vegna COVID-19.

„Allir fjórir lögðust inn vegna seinni sýkingar en þar af var einn sem lagðist inn bæði vegna fyrri og seinni sýkingar.

Um 80% landsmanna eru fullbólusett og tæp 70% fullorðinna hafa fengið örvunarskammt. Verið er að skoða endursmit m.t.t. bólusetningarstöðu,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×