Innlent

Kölluð út vegna kaffi­húsa­gests sem neitaði að fara af salerninu við lokun

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla var kölluð út vegna ýmissa mála í gærkvöldi og í nótt, meðal annars líkamsárásar í nótt.
Lögregla var kölluð út vegna ýmissa mála í gærkvöldi og í nótt, meðal annars líkamsárásar í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti talsverðum fjölda ólíkra verkefna í gærkvöldi og í nótt. Lögregla var meðal annars kölluð út vegna manns sem var sofandi í leigubíl, hunds sem hafði bitið vegfarenda, manns sem var á gangi með umferðarskilti, samkvæmishávaða víða um borg og manna sem voru að ganga á bílum.

Frá þessu segir í skeyti lögreglu til fjölmiðla sem sent var út í morgun. Einnig segir að lögregla hafi verið tilkynnt um minniháttar líkamsárás í Árbæ og svo að að ekið hafi verið á gangandi vegfaranda í hverfi 113. Þar hafði rafhlaupahjóli verið ekið á hlaupandi vegfaranda. Slys minniháttar en fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Lögregla var einnig kölluð út vegna manns sem hafði læst sig inni á salefni kaffihúss í Kópavogi í hálftíma þegar verið var að loka staðnum. „Lögreglan fór á vettvang og opnaði aðilinn eftir stutta stund og honum vísað frá,“ segir í tilkynningunni.

Sömuleiðis var lögregla kölluð úr eftir að tilkynnt var um þjófnað í snyrtivöruverslun í hverfi 105 og mann í annarlegu ástandi í matvöruverslun í sama hverfi.

Þá var einnig tilkynnt um mann sem neitaði að yfirgefa hótel í miðbæ Reykjavíkur og innbrotstilraun í hverfi 107 þar sem íbúi vaknað við lætin og rak þá á brott.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×