Handbolti

ÍBV engin fyrirstaða fyrir KA/Þór

Atli Arason skrifar
Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þór.
Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þór. Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar KA/Þór unnu sannfærandi 10 marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, 34-24.

Leikurinn var jafn framan af en þegar stundarfjórðungur var liðinn þá tók KA/Þór forystu sem liðið lét aldrei aftur af hendi. Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst í leiknum en hún gerði 11 mörk fyrir KA/Þór og Rut Jónsdóttir skoraði þar að auki 10 mörk fyrir norðankonur.

Hjá ÍBV voru Sunna Jónsdóttir, Marija Jovanovic og Harpa Valey Gylfadóttir markahæstar, allar með 5 mörk.

KA/Þór er í 3. sæti með 25 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fram á meðan ÍBV er í 5. sæti með 18 stig.

Næsti leikur KA/Þór er gegn HK á laugardaginn en ÍBV tekur á móti Stjörnunni sama dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×