Innlent

Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Séð inn Karlsárdalinn á Tröllaskaga.
Séð inn Karlsárdalinn á Tröllaskaga. Lögreglan á Norðurlandi eystra.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur.

Útkall barst um klukkan tvö í dag en ágætlega gekk að komast að manninum. Voru sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarmenn komnir til hans um klukkustund síðar.

Hlúð var að manninum og hann búinn til flutnings. Þyrla LHG kom á vettvang um kl. 16:00 og var hinn slasaði hífður upp í hana og var hann fluttur á SAk til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×