Innlent

Vara við sprengingum vegna sér­sveitar­æfingar í Skip­holti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra verður við æfingu í Skipholti milli klukkan níu og eitt í dag.
Sérsveit ríkislögreglustjóra verður við æfingu í Skipholti milli klukkan níu og eitt í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað borgarbúa við því að háværir hvellir eða sprengingar gætu heyrst í kring um Skipholt í dag vegna æfingar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Sérsveitin verður í dag með æfingu innandyra í Skipholti 1-3 á milli klukkan níu og tvö. Um er að ræða tómt hús sem eigendur gera ráð fyrir að breyta að innan. 

Lögreglan biðst velvirðingar á nokkrum hvellum og sprengingum sem gætu heyrst í nágrenni við Skipholt í dag í Facebook-færslu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×